þriðjudagur, janúar 31, 2006
Dauðinn nálgast óðfluga
Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið, eftir mikla íhugun, að henda hérna inn nýju og fersku bloggi.
Reyndar voru áskoranirnar bara tvær, en hey það dugir.
Meginástæða þessa bloggs er samt til að tefja fyrir því að hringja í ökukennara. Ég get það ekki. Ég hræðist umferð. Ég vil ekki deyja. Ég þori ekki.
Ó mig auma.
En yfir í annað...
Mér brá heldur betur í brún þegar ég gekk heim úr strætó áðan. Þá gekk ég, eins og alltaf, fram hjá Þinni Verslun en rak þá augun í stærðarinnar gat á búðinni.
Bara risa hola inn í búðina. Ég hugsaði um að fara inn og láta fólkið vita en hætti svo við. Það var örugglega einhver manneskja eins og ég sem var þarna á ferðinni.
Einhver í fyrsta ökutímanum og neglir bílnum á Þína Verslun.
En í næstu viku mun ég fremja stóran siðferðislegan glæp.
ÉG ER AÐ FARA Á SELFOSS.
Árshátíð Kvennaskólans er á Selfossi og ég keypti miðann minn í dag. Æ, æ og ó, ó.
Það verður ekki aftur snúið núna. Mun ég breytast í hnakkakvikindi? Er óhætt að fara þangað?
Nú held ég að ég að ég hafi safnað nógu miklum kjarki til að hringja hættulegasta símtal á ævi minni.
Tinna - Leti er lífstíll
Nei ég ætla að skrifa aðeins lengur...
Eins og þeir sem vita eitthvað um mig þá er ég ekki mikill aðdáandi tiltektar. Ég hef ekki tekið til síðan fyrir jólin, sem er í sjálfu sér ekkert það langur tími, en ég tók eftir því í gær að jólafötin mín liggja ennþá í kuðli á gólfinu.
Annað merki um að ég ætti að taka til er að ég hrasaði um eitthvað og datt, inni í mínu eigin herbergi. Það var reyndar allt í lagi því ég lenti á fatahrúgu.
Ætti ég að taka til?
Fyrir páska þá...
En okei, ég ætla að skella mér í þetta núna, ekki að taka til samt.
HRINGJA!
Hugsið fallega til mín.
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 15:07
3 comments